Viðskipti innlent

Kaupþing missir úr afborgun á Samurai-bréfum

Kaupþing stefnir í að verða fyrsti bankinn í Evrópu til að láta greiðslur af japönskum Samurai-bréfum gjaldfalla á sig. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni.

Haft er eftir tveimur fjárfestum að Kaupþing hafi ekki staðið skil á afborgunum nú í október. Bloomberg ræðir við Yasuhiro Matsumoto greinenda hjá Shinsei Securities í Tokyo um málið. Hann segir að alþjóðasamfélagið reikni með því að íslensk stjórnvöld styði bankann. "Fólk ætlast til að stjórnin haldi áfram að greiða skuldir Kaupþings," segir Matsumoto.

Kaupþing skuldar alls 50 milljarða jena, eða sem svarar til 50 milljarða kr. í Samurai-bréfum (sami hluturinn og krónubréfin hér heima). Þessi bréf bera hálfsárs vaxtagreiðslur upp á 450 milljón jen/kr. og eru gjalddagar þeirra í október og apríl. Bréfin bera einkunina Caa2 hjá Moodys og eru því í flokki áhættufjárfestinga. Bréfin á að greiða upp á næsta ári.

"Ef þeir geta ekki staðið við greiðslu á Þessari lágu upphæð geta þeir heldur ekki staðið við greiðslu á heildaruphæðinni," segir Matsumoto. "Það væru skilaboð um að Ísland er í raun gjaldþrota."

Bloomberg segir að ef ekki verið staðið við framangreindar greiðslur sé hætt á að allir erlendar skuldir Kaupþings, um 2.700 milljarðar kr., verði gjaldfelldar strax.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×