Viðskipti erlent

Mikil lækkun á asískum mörkuðum

MYND/AP

Hlutabréf snarlækkuðu í verði á asískum mörkuðum í morgun og fylgdi sú lækkun í kjölfar lækkunar í Bandaríkjunum og Evrópu í gær.

Talið er að rekja megi lækkunina til þeirra orða Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, að samdráttarskeið væri í nánd. Lækkun Nikkei-vísitölunnar í Tókýó nam 5,5 prósentustigum en einnig hélt olíuverð áfram að lækka í gær og fór verð á olíutunnu niður fyrir 67 dollara í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×