Viðskipti erlent

Ungverjar sækjast eftir aðstoð IMF

Frá Budapest, höfuðborg Ungverjalands.
Frá Budapest, höfuðborg Ungverjalands.

Ungverjaland hefur nú bæst í hóp ríkja sem sækjast eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar með eru löndin orðin fimm því fyrir eru Ísland, Úkraína, Pakistan og Hvíta-Rússland.

Engin niðurstaða er enn fengin í það með hvaða hætti sjóðurinn kemur til með að aðstoða okkur Íslendinga. Hér eru staddir sérfræðingar frá sjóðnum, einnig sendinefnd frá Bretlandi, sameiginleg sendinefnd frá Noregi og Svíþjóð og á morgun er væntanleg sendinefnd frá bandaríska fjármálaráðuneytinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×