Erlent

88 prósent ofveiði úr stofnum ESB

Óli Tynes skrifar

Ráðherrar Evrópusambandsins hóf í dag umræður um hvernig megi endurbæta fiskveiðistefnu sambandsins frá og með árinu 2012.

Ráðherrarnir vilja koma í veg fyrir landlægt kvótasvindl og draga úr togveiðigetu fiskiskipaflotans.

Fiskveiðistjóri ESB sagði eftir fund ráðherranna að nokkur árangur hafi náðst við að bæta sjávarútvegsstenuna á undanförnum árum.

Ekkert þýði þó að reyna að draga fjöður yfir það að ofveiði sé enn stunduð í stórum stíl. Þar séu menn í vítahring of stórs veiðiflota og minnkandi fiskistofna.

Áætlað er að 88 prósent af stofnum Evrópusambandsríkjanna séu ofveidd. Á heimsvísu er ofveiðin um 25 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×