Segja Íslendinga hugsanlega þurfa að selja eignir í Danmörku 30. september 2008 22:17 Því er velt upp á viðskiptasíðu Jótlandspóstsins hvort íslenskir fjárfestar í Danmörku þurfi nú að selja eignir sínar þar í landi vegna vaxandi lausafjárkreppu í heiminum. Mikill skortur sé á lánsfé en eignir Íslendinga séu ekki með þeim mest aðlaðandi, meðal annars vegna þess að fyrirtækin séu í geirum sem gefi eftir í niðursveiflum, eins og smásölu, flugrekstri og fasteignum. Þá hafi íslenskir fjárfestar keypt dönsk félög fyrir lánsfé sem skapi mikinn vanda þegar lausafjárkreppa skellur á. Þá hafi fjárfestingar Íslendinga ekki skilað góðum arði. ,,Það er sama hvað Íslendingarnir hafa eignast, þeir hafa ekki hagnast á því," segir Steen Thomsen, professor í alþjóðahagfræði og fyrirtækjastjórnun við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Fari svo að hin íslenska spilaborg hrynji, segir Steen, geti það þýtt útsölu á dönskum fyrirtækjum einmitt þegar erfitt er að afla fjár. Rifjað er upp að Kaupþing hafi riðið á vaðið í Danmörku árið 2004 með kaupum á danska bankanum FIH. Þá hafi Baugur keypt bæði Magasin du Nor dog Illum. Þá sé flugfélagið Sterling í eigu Íslendinga og sömuleiðis fasteignafélög í Danmörku. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Því er velt upp á viðskiptasíðu Jótlandspóstsins hvort íslenskir fjárfestar í Danmörku þurfi nú að selja eignir sínar þar í landi vegna vaxandi lausafjárkreppu í heiminum. Mikill skortur sé á lánsfé en eignir Íslendinga séu ekki með þeim mest aðlaðandi, meðal annars vegna þess að fyrirtækin séu í geirum sem gefi eftir í niðursveiflum, eins og smásölu, flugrekstri og fasteignum. Þá hafi íslenskir fjárfestar keypt dönsk félög fyrir lánsfé sem skapi mikinn vanda þegar lausafjárkreppa skellur á. Þá hafi fjárfestingar Íslendinga ekki skilað góðum arði. ,,Það er sama hvað Íslendingarnir hafa eignast, þeir hafa ekki hagnast á því," segir Steen Thomsen, professor í alþjóðahagfræði og fyrirtækjastjórnun við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Fari svo að hin íslenska spilaborg hrynji, segir Steen, geti það þýtt útsölu á dönskum fyrirtækjum einmitt þegar erfitt er að afla fjár. Rifjað er upp að Kaupþing hafi riðið á vaðið í Danmörku árið 2004 með kaupum á danska bankanum FIH. Þá hafi Baugur keypt bæði Magasin du Nor dog Illum. Þá sé flugfélagið Sterling í eigu Íslendinga og sömuleiðis fasteignafélög í Danmörku.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira