Innlent

Á þriðja hundrað mótmælti á Akureyri

Frá mótmælunum á Akureyri í dag.
Frá mótmælunum á Akureyri í dag.

Gengið var til lýðræðis á Akureyri í dag í fjórða sinn. Gengið var frá Samkomuhúsinu niður á Ráðhústorg.

,,Það var mikill hugur í fólki og þeir sem töluðu á fundinum voru allir sammála því að ríkisstjórnin á að fara frá," segir Guðrún Þórsdóttir einn af skipleggjendum göngunnar. Á þriðja hundrað manns tók þátt í mótmælunum í dag.

Meðal ræðumanna í voru Edward Huijbens landfræðingur, Björn Þorláksson rithöfndur og blaðamaður, Þorvaldur Örn Davíðsson menntaskólanemi og Jónína Hjaltadóttir baráttukona.

Gengið verður aftur að viku liðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×