Viðskipti erlent

Danir fjalla um vanda Seðlabankans vegna veðsins í FIH

Danska vefsíðan business.dk fjallar um vanda Seðlabanka Íslands vegna veðsins sem bankinn á í FIH bankanum í Danmörku. Eins og kunnugt er af fréttum hér heima tók SÍ veði í FIH vegna 500 milljóna evra láns til Kaupþings skömmu fyrir gjaldþrot þess banka.

Fram kemur á business.dk að SÍ muni tapa fé ef FIH bankinn verður seldur á minna en 3,7 milljarða danskra kr. eða um 75 milljarða kr..

Í augnablikinu er JP Morgan að reyna að selja FIH bankann og greint var frá því hér á visir.is fyrir skömmu að JP Morgan metur FIH á 2 milljarða danskra kr.. Miðað við það verð mun SÍ tapa 35 milljörðum kr. á veði sínu.

Þetta verð er langt undir eiginfé FIH sem er 8 milljarðar danskra kr.. Hinsvegar verður kaupandinn að bankanum að leggja honum til á milli 15 og 20 milljarða danskra kr. í endurfjármögnun á lánum. Þess vegna er kaupverðið metið svona lágt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×