Viðskipti erlent

Sterling verður selt í heilu lagi en ekki í pörtum

Þrotabú Sterling flugfélagsins verður selt í heilu lagi en ekki í pörtum. Þetta hefur business.dk eftir einum af skiptastjórum þrotabúsins. Formaður Sambands danskra ferðaskrifstofa segir að hann myndi ekki borga krónu (danska) fyrir þrotabúið.

Meðal þeirra sem talið er að hafi gert tilboð í þrotabúið eru Norwegian, Air Berlin, Easy Jet og milljarðamæringurinn Karsten Ree sem nýlega seldi auglýsingablaðið Den Blå Avis til eBay fyrir rúma 2 milljarða danskra kr..

Ree staðfestir í samtali við business.dk að hann hafi áhuga á að kaupa Sterling en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið vegna þagnarskyldu í kringum kauptilboðin sem fóru fram um síðustu helgi.

Lars Thykier formaður Sambands danskra ferðaskrifstofa segir að það þyrfti næstum að borga honum fyrir að taka við þrotabúinu. Hann kallar Sterling rottuhreiður og það sá sem komi til með að kaupa það eigi á hættu að fá í hausinn allskonar bakreikninga úr rekstrinum áður en félagið varð gjaldþrota.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×