Handbolti

Brasilískur handboltakappi féll á lyfjaprófi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP

Jaqson Kojoroski keppir ekki með brasilíska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking en greint var frá því í gær að hann hefði fallið á lyfjaprófi.

Brasilíska handknattleikssambandið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í gær en greindi ekki frá hvaða ólöglega efni Kojoroski hefði neytt.

Hann var þó þegar búinn að yfirgefa æfingabúðir brasilíska landsliðsins í Japan fyrir viku síðan og var þá borið við persónulegum ástæðum.

Hann er á mála hjá Motodista í heimalandi sínu og er 29 ára gamall. Hann tók þátt í Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004 er Brasilía varð í 10. sæti leikanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×