Viðskipti erlent

Financial Times veltir fyrir sér ábyrgð íslenska ríkisins gagnvart Icesave

Breskir fjölmiðlar fylgjast grannt með ástandinu á Íslandi. Menn eru aðallega að velta fyrir sér stöðunni sem komin er upp með Icesave netbanka Landsbankans í Bretlandi. Financial Times veltir fyrir sér hversu vel tryggðar innistæður viðskiptavina bankans eru í nokkuð ítarlegri grein. Þar er því velt fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld standi undir því að tryggja innistæður breskra sparifjáreigenda Icesave.

„Þetta er ekki á hreinu Fjármálaeftirlitið á Íslandi hefur nú um 88 milljón pund til umráða. Ef Landsbankinn lýsir sig gjaldþrota, þyrfti hann að greiða 300.000 viðskiptavinum 16.214 pund hverjum, um 4,86 billjón pund," segir á vef Financial Times.

Þar segir ennfremur að þetta hljómi sem hróplegt ósamræmi en fjármálaeftirlitið á Íslandi þyrfti að fara til Seðlabankans eftir frekari fé. „Hvort það sé fært um að tryggja alla upphæðina er ekki vitað á þessari stundu."

Vangaveltur Financial Times eru í samræmi við frétt Stöðvar 2 af málinu í kvöld. Þar sagði Áslaug Árnadóttir formaður tryggingasjóðsins sem tryggir innistæður sparifjáreigenda að þau hafi ekki upplýsingar um hve uppæðirnar séu miklar. Þær komi ekki í ljós fyrr en Fjármálaeftirlitið lýsi bankann gjaldþrota.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×