Erlent

Bush vonsvikinn með fulltrúadeildina

George Bush.
George Bush. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti er afar vonsvikinn með að fulltrúadeild Bandaríkjaþings felldi fyrr í dag frumvarp um áætlun bandarískra stjórnvalda til bjargar fjármálakerfinu. Þetta hefur talsmaður Hvíta hússins eftir forsetanum.

228 þingmenn kusu gegn frumvarpinu en 205 voru því fylgjandi.

,,við þurfum að vinna eins hratt og hægt er," sagði Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í framhaldi á fundi sínum með Bush.

Helstu hlutabréfavísitölur féllu hratt skömmu eftir að niðurstaðn úr fulltrúadeildinni var ljós.

Mikill ótti greip um sig í röðum bandarískra fjárfesta eftir að niðurstaðan lá fyrir enda óttast margir þeirra að fjármálakerfið standi á brauðfótum. Geti svo farið að verulega gefi á bátinn í bankaheiminum í kjölfarið og muni vandinn breiða úr sér víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×