Viðskipti erlent

FME í Svíþjóð kannar áhættuna af Íslandi í sænska bankakerfinu

Fjármálaeftirlit (FME) Svíþjóðar hefur um helgina kannað áhættuna af Íslandi í sænska bankakerfinu. Niðurstaðan er sú að áhættan sé minni en af gjaldþroti Lehman Brothers.

Masih Yazdi áhættugreinir hjá FME í Svíþjóð segir í samtali við vefsíðuna di.se að þeir séu með stöðuna nokkuð á hreinu. "Áhættan gagnvart Íslandi og íslenskum aðilum er minni en gagnvart Lehman Brothers. Þetta er af þeirri stærðargráðu að bankarnir ráða við það."

Yazdi vildi ekki segja til um hve áhættan er í krónum talið. Hinsvegar hefur könnunin leitt í ljós að engin áhætta sé til staðar fyrir sjálft kerfið. "Við höfum ekki áhyggjur af sænska hlutanum í starfsemi íslensku bankana," segir Yazdi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×