Viðskipti erlent

Sjælsö-stjórinn sér möguleika í fjármálakreppunni

Flemming Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen segir að þótt verulega hafi þrengst um lánamöguleikana hjá v iðskiptavinum félagsins gefi fjármálakreppan stórum aðilum eins og Sjælsö ýmsa möguleika.

Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsö Gruppen í gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Í samtali við fréttaveituna Direkt segir Jensen að samkeppnisaðilar þeirra verði mun færri að ári en þeir eru nú. „Þeir stóru geta spjarað sig en þeim minni sem hafa ekki eins mikið eiginfé mun fækka," segir Jensen.

Hingað til hefur Sjælsö ekki lent í vandræðum vegna viðskiptavina sem orðið hafa gjaldþrota. Gjaldþrot annarra á fasteignamarkaðinum opna hinsvegar möguleika fyrir Sjælsö.

Fyrir utan að skoða þrotabúa af réttri gerð og samsetningu er Sjælsö að íhuga ýmsar breytingar á fjármögnun verkefna sinna, m.a. samvinnu við aðra aðila eins og banka og lífeyrissjóði við einstök verkefni.

Eins og fram hefur komið í fréttum hér á visir.is er þó ekki allt í rjómastandi hjá Sjælsö Gruppen. Fyrir helgina drógu þeir úr væntingum sínum um hagnað ársins. Verður hann 250-350 milljónir danskra kr. í stað 800 milljóna danskra kr. eins og væntingar voru um á fyrri helming ársins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×