NBA í nótt: Frábært afrek Jason Kidd dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2008 09:05 Jason Kidd í leiknum gegn Charlotte í nótt. Nordic Photos / Getty Images Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira