Viðskipti erlent

Loka hluta af Guinness-verksmiðjum í Dublin

Breski drykkkjarvöruframleiðandinn Diageo hyggst í vikunni greina frá því að hluta hinna frægu Guinness-verksmiðja í Dublin verði lokað og verður landið selt fasteignafyrirtæki.

Frá þessu greinir breska blaðið Times. Guinness-bjórinn er meðal þekktustu vörumerkja heims og hefur verið bruggaður á sama stað í Dublin frá árinu 1759.

Verksmiðjulandið í heild er metið á yfir hundrað milljarða íslenskra króna en eigendur Diageo munu halda eftir nægu landi til þess að halda bjórframleiðslu áfram. Þá verður Guinness-geymslan svokallaða, sem er vinsæll ferðamannastaður, áfram opin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×