Viðskipti erlent

Hlutir í JJB Sports hrynja eftir nýtt verðmat Citigroup

Hlutabréf í JJB Sports hafa hrunið um rúmlega 30% á markaðinum í London í dag eftir að Citigroup gafa út nýtt verðmat á félaginu. Citigroup telur hlutinn nú aðeins 1 pens virði. Exista er meðal eigenda JJB Sports.

Að baki verðmati Citigroup liggja áhyggjur yfir því hve félagið er háð lánsfé frá bönkum sínum og minnkandi sala á vörum verslunarkeðjunnar en JJB Sports er önnur stærsta verslunarkeðja Bretlands á sviði íþróttafatnaðar og vöru.

Verðið á hlutunum fór niður í 6.32 pens um tíma og hafði þá ekki verið lægra síðan í nóvember árið 1994.

Citigroup telur að JJB Sports muni skila tapi næstu þrjú árin. Félagið á í samningaviðræðum við lánadrottna sína þar á meðal Kaupþing í Bretlandi en 20 milljón punda lán frá Kaupþingi er á gjalddaga þann 14. desember. Ákveðið hefur verið að fresta þeim gjalddaga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×