Viðskipti erlent

Fall íslensku bankanna leikur Bayern LB grátt

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Þýski bankinn Bayern Landesbank varð í dag fyrsti bankinn til þess að óska eftir fjárstuðningi frá þýska ríkinu eftir að Þjóðvervjar ákváðu að koma á fót sérstökum 500 milljarða evra björgunarpakka fyrir bankastofnanir í vanda. Bayern LB óskar eftir allt að 5,4 milljörðum evra í aðstoð og samkvæmt þýskum miðlum er 1,5 milljarður af þeirri upphæð rakinn til þess hve bankinn hafi verið duglegur við að lána íslenskum bönkum.

Bayern LB var bankinn sem á dögunum veitti Seðlabanka Íslands lán upp á 300 milljón evrur og á sama tíma lokaði hann á lánalínu sem áður hafði verið lofuð Glitni. Bankinn hefur einnig lánað fleiri íslenskum bönkum.

Björgunaraðgerð ríkisstjórnarinnar var samþykkt á föstudaginn var en fram að þessu hafa bankar setið á sér við að biðja um aðstoð. Bayern ríður nú á vaðið og á sama tíma var greint frá því að ríkisstjórnin í Bæjaralandi ætli að leggja fram einn milljarð evra til viðbótar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×