Enski boltinn

Santa Cruz gæti verið á leið annað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roque Santa Cruz, leikmaður Blackburn.
Roque Santa Cruz, leikmaður Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Roque Santa Cruz, leikmaður Blackburn, hefur gefið til kynna að hann kunni að vera á leið til annars félags en hann hefur sterklega verið orðaður við Manchester City.

„Ég myndi gjarnan vilja halda áfram að bæta sig leikmaður og standa mig betur en ég hef verið að gera. Ef félag kemur til skjalanna sem getur boðið mér tækifæri gæti ég farið frá Blackburn," sagði Santa Cruz í samtali við breska fjölmiðla.

Sam Allardyce, nýráðinn stjóri Blackburn, sagði hins vegar í vikunni að hann ætlaði sér ekki að selja neinn leikmann frá félaginu þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

„Samningur minn við Blackburn er skýr og þarf ég því að halda áfram með félaginu. En ég vil komast aftur til félags sem tekur reglulega þátt í Evrópukeppnum og er í titlbaráttu sinnar deildar. Ég vil ekki missa tækifærinu á að spila með slíku liði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×