Viðskipti erlent

Framtíð fjárfestingarbankans Carnegie ræðst á mánudag

Framtíð fjárfestingarbankans Carnegie mun ráðast næsta mánudag að því er segir í Dagens Industri. Sem stendur er bankanum haldið gangandi með fleiri milljarða sænskra kr. aðstoð frá sænska seðlabankanum.

Milestone á rúmlega 9% hlut í Carnegie í gegnum dótturfélag sitt Moderna.

Eftir að í ljós kom fyrr í haust að Carnegie þurfi að afskrifa einn milljarða sænskra kr. eða hátt í 20 milljarða kr. að mestu vegna eins viðskiptavinar þornuðu flestar lánalínur til bankans upp. Því ákvað sænski seðlabankinn að veita Carnegie fyrrgreinda aðstoð.

Nú er sænska fjármálaeftirlitið komið í málið og rannsakar nú lána- og áhættustýringu Carnegie. Svo gæti farið að eftirlitið afturkallaði bankaleyfi Carnegie. Verður fundað um það mál hjá eftirlitinu á mánudaginn kemur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×