Viðskipti innlent

Jón Ásgeir meðal gesta í þætti á CNBC-stöðinni

Í dag verður Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs Group, meðal gesta í frétta- og viðtalsþætti CNBC-sjónvarpsstöðvarinnar, Squawk Box, sem sýnir mikilvægustu fréttir og fólk í viðskiptum og stjórnmálum.

Greint er frá þessu á vefsíðu Baugs Group. Þar segir að í dag fjalli þátturinn um smásölugeirann í kjölfar ráðstefnunnar World Retail Congress þar sem Jón Ásgeir var meðal ræðumanna.

Meðal annarra gesta í sjónvarpsþættinum eru Gilbert W. Harrison, forstjóri Financo, Stephen Sadove, forstjóri Saks, og Anders Dahlvig, forstjóri IKEA Group.

Þættinum verður sjónvarpað á CNBC-US kl. 6 að staðartíma við austurströnd Bandaríkjanna og á CNBC-Evrópu kl. 13 að staðartíma í Mið-Evrópu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×