Brown kallar bankastjóra á fund 13. apríl 2008 15:40 Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands. MYND/AFP Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur boðað yfirmenn helstu banka og lánafyrirtækja á sérstakan fund í Downingstræti. Erindið er versnandi ástand á húsnæðismarkaði og hvernig hægt er að hjálpa húseigendum að komast í gegnum lánsfjárkreppuna. Forsætisráðherrann boðaði hópinn á morgunverðarfund næstkomandi þriðjudag áður en hann fer í heimsókn til Bandaríkjanna. Þar verður lánsfjárkreppan á alþjóðamarkaði helsta umræðuefnið. Stærstu lánsfjáraðilar í Bretlandi eiga svo fund með Alistair Darling fjármálaráðherra til að finna leiðir að hjálpa til við að auðvelda stöðuna. Seðlabanki landsins lækkaði grunnvexti í síðustu viku, í þriðja sinn frá því í desember. En sérfræðingar hafa spáð því að lántökukostnaður haldi áfram að hækka þrátt fyrir það. Brown skrifaði í breska dagblaðið News of the World að Darling myndi ræða nýjar leiðir til að tryggja að lágir vextir væru í boði fyrir húsnæðiseigendur. Og forsætisráðherrann fór fram á að helstu fjármálastofnanir ynnu saman til að tryggja að mögulegum vandamálum framtíðarinnar yrði ekki haldið leyndum. Hann skrifaði; „Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafði lækkað vexti á síðustu mánuðum hafa bankar ekki alltaf látið neytendur njóta þess." Þá sagði Brown að seðlabankinn hefði dælt 15 milljörðum punda inná markaðinn. Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur boðað yfirmenn helstu banka og lánafyrirtækja á sérstakan fund í Downingstræti. Erindið er versnandi ástand á húsnæðismarkaði og hvernig hægt er að hjálpa húseigendum að komast í gegnum lánsfjárkreppuna. Forsætisráðherrann boðaði hópinn á morgunverðarfund næstkomandi þriðjudag áður en hann fer í heimsókn til Bandaríkjanna. Þar verður lánsfjárkreppan á alþjóðamarkaði helsta umræðuefnið. Stærstu lánsfjáraðilar í Bretlandi eiga svo fund með Alistair Darling fjármálaráðherra til að finna leiðir að hjálpa til við að auðvelda stöðuna. Seðlabanki landsins lækkaði grunnvexti í síðustu viku, í þriðja sinn frá því í desember. En sérfræðingar hafa spáð því að lántökukostnaður haldi áfram að hækka þrátt fyrir það. Brown skrifaði í breska dagblaðið News of the World að Darling myndi ræða nýjar leiðir til að tryggja að lágir vextir væru í boði fyrir húsnæðiseigendur. Og forsætisráðherrann fór fram á að helstu fjármálastofnanir ynnu saman til að tryggja að mögulegum vandamálum framtíðarinnar yrði ekki haldið leyndum. Hann skrifaði; „Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafði lækkað vexti á síðustu mánuðum hafa bankar ekki alltaf látið neytendur njóta þess." Þá sagði Brown að seðlabankinn hefði dælt 15 milljörðum punda inná markaðinn.
Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira