Umfjöllun: Grindavík ætlaði ekki í frí 13. apríl 2008 12:04 Grindvíkingurinn Jamaal Williams tekur hér Hlyn Bæringsson hálstaki í leik liðanna í Röstinni í gær. Víkurfréttir/Jón Björn Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grindavík en núna stýrðum við hraðanum allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust," sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vandræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern einasta leik ef við ætlum að gera einhverja hluti," sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristinsson tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýndum það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum samstilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni," sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endurtaka sig," sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíðar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikjunum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dómurnum eins og ég og fleiri gerðum," sagði Hlynur, sem segir muninn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spilaði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn," sagði Hlynur að lokum.ooj@frettabladid.is Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Grindavík sýndi allt annan og betri leik í 19 stiga sigri á Snæfelli í undanúrslitaeinvígi liðanna í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavík var með frumkvæðið allan tímann og náði mest 25 stiga forskoti í seinni hálfleik. Það voru Íslendingarnir í liðinu sem gerðu gæfumuninn í gær en liðið missti báða stóru útlendinga sína út, fyrst meiddist Igor Beljanski og svo lenti Jamaal Williams í villuvandræðum og fékk sína fimmtu villu þegar níu mínútur voru eftir. „Við stýrðum hraðanum í tíu mínútur í Stykkishólmi og í 35 mínútur í fyrsta leiknum í Grindavík en núna stýrðum við hraðanum allan leikinn og vorum líka að spila með því fantavörn," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sem fannst allir vera búnir að afskrifa hans menn. „Það átti enginn von á því að við myndum vinna leikinn og menn hafa verið að tala um það að við séum hræddir. Við ætlum ekki að gefast upp baráttulaust," sagði Friðrik, sem var ángæður með marga menn hjá sér í gær. „Þegar við höfum verið að vinna þessa leiki í úrslitakeppninni hafa Íslendingarnir verið að taka meiri ábyrgð hjá okkur. Ég var mjög ánægður með Þorleif í kvöld og eins með Helga, Pál Axel og Adama. Við lendum síðan í vandræðum með stóru mennina og Palli Kristins var frábær í þessum leik. Þetta eru mennirnir sem draga vagninn fyrir okkur og þeir verða bara að mæta í hvern einasta leik ef við ætlum að gera einhverja hluti," sagði Friðrik. Bakverðirnir Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson voru í miklu stuði og Páll Kristinsson tók mikla ábyrgð í fjarveru þeirra Igors og Jamaal og spilaði mjög vel. Sex leikmenn í liðinu skoruðu yfir tíu stig og þeir Helgi og Þorleifur voru saman með 34 stig og 8 þriggja stiga körfur en höfðu aðeins skorað 25 stig og 3 þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur leikjunum. „Við urðum að sýna að minnsta kosti einn góðan leik og við sýndum það að við ætluðum ekki að fara í frí strax og náðum okkur í einn leik í viðbót. Við vorum samstilltir varnarlega en það hefur verið að klikka hjá okkur í síðustu leikjum þar sem við höfum verið of villtir í vörninni," sagði Helgi Jónas, sem fannst vera kominn tími á almennilegan leik hjá sér. „Ég var búinn að vera frekar slakur í síðustu tveimur leikjum og ég ætlaði ekki að láta það endurtaka sig," sagði Helgi Jónas, sem var með 14 stig og 5 stoðsendingar og hitti úr 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Hlynur Bæringsson fékk óblíðar viðtökur frá Jamaal Williams, sem hefur látið fyrirliða Snæfells finna vel fyrir sér í báðum leikjunum í Grindavík. „Þetta var bara mjög lélegt hjá okkur, hreinlega arfaslakt því við gerðum allt það sem við áttum ekki að gera. Þegar við erum lamdir í byrjun leiks þurfum við bara að láta finna fyrir okkur til baka en ekki fara að væla í dómurnum eins og ég og fleiri gerðum," sagði Hlynur, sem segir muninn á þessum leik og fyrstu tveimur liggja í frammistöðu síns liðs. „Þetta var nákvæmlega sama Grindavíkurlið en það var hins vegar annað Snæfellslið sem spilaði þennan leik. Þeir hittu úr þriggja stiga skotunum sínum í dag því þau voru langflest opin og þau setja þessir karlar niður. Þeir geta ekki unnið leiki ef þeir þurfa að skjóta erfiðum þriggja stiga skotum. Við verðum að stoppa þetta og ætlum að gera það á mánudaginn," sagði Hlynur að lokum.ooj@frettabladid.is
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira