Handbolti

Tíundi sigur Düsseldorf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sturla fagnar sigri með íslenska landsliðinu.
Sturla fagnar sigri með íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm
Sturla Ásgeirsson og félagar í Düsseldorf unnu í gær sinn tíunda sigur í suðurriðli þýsku B-deildarinnar í handbolta.

Sturla skoraði eitt mark í sigri Düsseldorf á Oftersheim, 31-26. Liðið er sem fyrr á toppi riðilsins með 21 stig, þremur stigum meira en næsta lið.

Hannover-Burgdorf vann sinn leik í norðurriðli deildarinnar í gær, 31-25 gegn Bad Schwartau. Hannes Jón Jónsson og Heiðmar Felixsson skoruðu fjögur mörk hvor í leiknum.

Liðið er í þriðja sæti riðilsins með átján stig, átta stigum á eftir toppliði Lübbecke sem er enn með fullt hús stiga eftir þrettán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×