Hver á að segja af sér? 15. nóvember 2008 06:00 Óhætt er að segja að fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson, hafi brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinni sem þingmaður þann 11. nóvember 2008. Eins og flestir vita sagði Bjarni af sér vegna tilraunar sinnar til að vega úr launsátri að flokksystur sinni, Valgerði Sverrisdóttur, en sá fúli gjörningur komst upp fyrir klaufaskap Bjarna sjálfs. Með afsögn sinni setur Bjarni reyndar mikilvægt fordæmi fyrir stjórnmálamenn sem klúðra sínum málum. Afsögn Bjarna gefur kannski þeim sem voru búnir að gefast upp á stjórnmálum smátrú á að stjórnmálamenn hafi einhverja samvisku, því fyrst Bjarni gat sagt af sér, þá geta fleiri gert slíkt hið sama. En aðalatriðið hér er spurningin um hvort fleiri afsagnir séu það sem koma skal. Hvað með mennina sem kölluðu efnahagshrunið yfir þjóðina með hömlulausri græðgisvæðingu og handónýtu eftirliti? Mennina sem kveiktu í frjálshyggjubálinu sem skilur nú eftir sig sviðna íslenska jörð. Hvað með seðlabankastjórnina og Fjármálaeftirlitið? Þau brugðust. Fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra brugðust. Stjórnarstefna ríkisstjórnarinnar hefur algerlega brugðist og forsætisráðherra hefur brugðist þjóðinni og neitar henni nú þar að auki um lýðræði og nýjar kosningar. Íslendingar hafa sjaldan upplifað viðlíka óvissu um framtíð sína líkt og nú en þegar við krefjumst svara heyrist ekki múkk frá ríkisstjórninni, nema þá helst að hún kasti grjóti úr glerhúsi í stjórnarandstöðuna. Það er skiljanlegt að menn reyni að kenna öðrum um þegar að hugmyndafræðin sem heimur þeirra snerist um hefur beðið skipbrot, en er það hlutverk leiðtoga á erfiðum tímum? Nei, og þess vegna verður að skipta um leiðtoga. Það er góðra gjalda vert að Bjarni Harðarson segi af sér fyrir að vinna skemmdarverk á eigin flokki, en er ekki kominn tími til að menn segi af sér fyrir alvöru skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Bjarni Harðarson, hafi brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinni sem þingmaður þann 11. nóvember 2008. Eins og flestir vita sagði Bjarni af sér vegna tilraunar sinnar til að vega úr launsátri að flokksystur sinni, Valgerði Sverrisdóttur, en sá fúli gjörningur komst upp fyrir klaufaskap Bjarna sjálfs. Með afsögn sinni setur Bjarni reyndar mikilvægt fordæmi fyrir stjórnmálamenn sem klúðra sínum málum. Afsögn Bjarna gefur kannski þeim sem voru búnir að gefast upp á stjórnmálum smátrú á að stjórnmálamenn hafi einhverja samvisku, því fyrst Bjarni gat sagt af sér, þá geta fleiri gert slíkt hið sama. En aðalatriðið hér er spurningin um hvort fleiri afsagnir séu það sem koma skal. Hvað með mennina sem kölluðu efnahagshrunið yfir þjóðina með hömlulausri græðgisvæðingu og handónýtu eftirliti? Mennina sem kveiktu í frjálshyggjubálinu sem skilur nú eftir sig sviðna íslenska jörð. Hvað með seðlabankastjórnina og Fjármálaeftirlitið? Þau brugðust. Fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra brugðust. Stjórnarstefna ríkisstjórnarinnar hefur algerlega brugðist og forsætisráðherra hefur brugðist þjóðinni og neitar henni nú þar að auki um lýðræði og nýjar kosningar. Íslendingar hafa sjaldan upplifað viðlíka óvissu um framtíð sína líkt og nú en þegar við krefjumst svara heyrist ekki múkk frá ríkisstjórninni, nema þá helst að hún kasti grjóti úr glerhúsi í stjórnarandstöðuna. Það er skiljanlegt að menn reyni að kenna öðrum um þegar að hugmyndafræðin sem heimur þeirra snerist um hefur beðið skipbrot, en er það hlutverk leiðtoga á erfiðum tímum? Nei, og þess vegna verður að skipta um leiðtoga. Það er góðra gjalda vert að Bjarni Harðarson segi af sér fyrir að vinna skemmdarverk á eigin flokki, en er ekki kominn tími til að menn segi af sér fyrir alvöru skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar