Innlent

Önnur bresk sendinefnd á leiðinni

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.

Von er á annari sendinefnd frá breskum yfirvöldum til Íslands til þess að reyna að leiða deiluna um innlán breskra ríkisborgara í íslenskum bönkum til lykta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá breska fjármálaráðuneytinu og segir að í nefndinni verði yfirmenn frá Seðlabanka Englands og háttsettir menn úr fjármálaráuneytinu.

Ekki fylgdi sögunni hvenær Bretarnir koma en önnur sendinefnd var hér á landi 10. og 11. október síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×