Viðskipti erlent

Samningar um söluna á Sterling í uppnámi

Samningar um söluna á þrotabúi Sterling til áhugasams kaupenda eru komnir í uppnám. Þetta gerðist eftir að samningaviðræður kaupandans, sem ekki hefur verið gefinn upp, við verkalýðsfélög flugmanna og flugliða sigldu í strand í dag.

Í frétt um málið á vefsíðu Jyllands-Posten segir að verkalýðsfélögin hafi verið mjög óánægð með þá samninga sem félagsmönnum þeirra stóðu til boða.

Karsten Hansen formaður verkalýðsfélagsins sem flugliðar tilheyra segir að í ljós hafi komið að hinir áhugasömu kaupendur hafi ekki viljað að samningar stæðu og vildu ekki virða réttindi þeirra sem sagt hefur verið upp.

"Það var ekki mögulegt fyrir okkur að halda áfram samningaviðræðunum þegar þetta lá ljóst fyrir," segir Karsten.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×