Handbolti

Sjöundi sigur Stjörnunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjarnan er enn ósigruð á leiktíðinni.
Stjarnan er enn ósigruð á leiktíðinni.

Stjarnan er enn með fullt hús stiga á toppi N1-deildar kvenna eftir sigur á Fylki á útivelli í kvöld, 24-17. Þá unnu Haukar sigur á FH í Kaplakrika, 29-27.

Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst hjá Haukum með tólf mörk og þá skoraði Ramune Pekarskyte sjö.

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skoraði átta mörk fyrir FH-inga og Hildur Þorgeirsdóttir sex. Staðan í hálfleik var 17-12, Haukum í vil.

Stjarnan er sem fyrr segir á toppi deildarinnar en Haukar eru í öðru sætinu með tólf stig. FH er í næstneðsta sæti með fjögur stig, rétt eins og Grótta, en Fylkir á botninum án stiga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×