Viðskipti erlent

Commerzbank leitar á náðir ríkisins, tapaði miklu á íslensku bönkunum

Þýski bankinn Commerzbank fær nú aðstoð frá sérstökum stöðugleikasjóð þýsku stjórnarinnar SoFFin. Um er að ræða 8,2 milljarða evra í nýju hlutafé sem þó er án atkvæðisréttar og 15 milljarða evra í viðbót sem tryggingu fyrir skuldbindinum sínum.

Samtal nemur aðstoðin frá SoFFin því rúmlega 23 milljörðum evra eða sem svar til um 3.500 milljarða kr.

Eins og kunnugt er af fréttum hefur Commerzbank tapað töluverðum upphæðum á hruni íslensku bankanna, eða um 232 milljónum evra sem svarar til um 35 milljarða kr.

Commerzbank hefur mótmælt greiðslustöðvun til handa Samson, eignarfélagi þeirra Björgólfsfeðga hér á Íslandi, og verður úrskurðað í því máli nú í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×