Viðskipti erlent

Milljarðar streyma inn í banka á Írlandi á kostnað breskra banka

Tugir milljarða króna streyma nú inn í banka á Írlandi í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins ákvað að tryggja innistæður í bönkum þar án þaks á upphæðinni. Það eru einum breskir bankar sem verða fyrir barðinu á þessu en peningarnir koma af öllu evrusvæðinu.

Ákvörðun ríkisstjórnar Írlands þýðir að sex írskir bankar eru nú þeir öruggustu í Evrópu hvað sparifé varðar.

Breskir bankamenn eru síður en svo ánægðir með þessa þróun enda streymir fé frá þeim til Írlands í gegnum útibú írsku bankana í Bretlandi.

Einn bankamaður sem Times ræðir við um málið í dag segir að það sé þjóðarhneyksli að Bretar séu ekki eins vel varðir fyrir bankaþroti og frændur þeirra handan við Írlandshaf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×