Viðskipti innlent

Standard & Poors hækkar áhættumat fyrir Ísland

Standard & Poors hefur hækkað áhættumat íslenska fjármálakerfisins og fært landið úr flokki fjögur í flokk fimm.

Í tilkynningu um málið segir Standard & Poors að skuldsetning hafi aukist verulega á Ísland á síðustu fjórum árum. Útrás íslenskra fyrirtækja hafi verið kostuð með erlendu lánsfé sem geri lántakendur viðkvæma fyrir hrakandi aðstæðum á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Möguleikarnir á alþjóðlegri fjármörgnun hafi minnkað verulega frá því í fyrra.

Þá er einnig nefnt til sögunnar að opnun húsnæðislánamarkaðrins árið 2004 hafi aukið mikið við skuldsetningu heimilanna í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×