Viðskipti erlent

Gordon Brown vill milljarða dollara aukaframlög til IMF

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) fái milljarða dollara aukaframlög til þess að standa undir fyrirsjáanlegum verkefnum.

Brown vill að Kínverjar og olíuríkin við Miðjarðarhaf leggi fram fé. Hið olíuauðuga Kúveit hefur þegar svarað og sagt að allur stuðningur þaðan verði háður vöxtum og fjárfestingarmöguleikum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×