Bear Stearns kominn á botninn 17. mars 2008 11:34 Fólk gengur framhjá höfuðstöðvum Bear Stearns en gengi bréfa í bankanum hefur fallið gríðarlega í morgun. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns hefur fallið um 87 prósent í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi bréfa í bankanum féll um 50 prósent á föstudag eftir að stjórnendur hans greindu frá því að bankinn ætti í kröggum vegna lausafjárþurrðar í skugga mikilla afskrifta á verðbréfum sem tengjast þarlendum undirmálslánum. Lokagengi bréfa í bankanum var 30 dalir á hlut á föstudag. Í kjölfarið greindi fjárfestingarbankinn JP Morgan og bandaríski seðlabankinn frá því að þeir ætli að lána bankanum fé til áframhaldandi rekstrar til að forða honum frá gjaldþroti. Tilkynnt var svo um það í gærkvöldi að JP Morgan ætli að kaupa bankann fyrir tvo dali á hlut. Til samanburðar stóð verðmætið í 3,5 milljörðum dala fyrir mánuði. Viðskipti hefjast á bandarískum hlutabréfamarkaði klukkan tvö að íslenskum tíma í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns hefur fallið um 87 prósent í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi bréfa í bankanum féll um 50 prósent á föstudag eftir að stjórnendur hans greindu frá því að bankinn ætti í kröggum vegna lausafjárþurrðar í skugga mikilla afskrifta á verðbréfum sem tengjast þarlendum undirmálslánum. Lokagengi bréfa í bankanum var 30 dalir á hlut á föstudag. Í kjölfarið greindi fjárfestingarbankinn JP Morgan og bandaríski seðlabankinn frá því að þeir ætli að lána bankanum fé til áframhaldandi rekstrar til að forða honum frá gjaldþroti. Tilkynnt var svo um það í gærkvöldi að JP Morgan ætli að kaupa bankann fyrir tvo dali á hlut. Til samanburðar stóð verðmætið í 3,5 milljörðum dala fyrir mánuði. Viðskipti hefjast á bandarískum hlutabréfamarkaði klukkan tvö að íslenskum tíma í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira