Erlent

McCain leiðbeinir þinginu í efnahagsmálum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Öldungadeildarþingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn John McCain hvetur bandaríska þingið til að fara að ráðum hans og taka viðauka í fimm liðum inn í björgunaráætlun stjórnarinnar sem ætlað er að koma bandarísku hagkerfi til bjargar á ögurstundu.

McCain beindi þessum tilmælum til þingsins á blaðamannafundi í Freeland í Michigan í gær en það er fyrsti blaðamannafundur hans í sex vikur. Meðal þess sem McCain leggur áherslu á er að stjórnin hafi góða yfirsýn og að málum verði hagað þannig að stórar fjárhæðir hverfi ekki inn í svarthol undirmálslána eins og hann orðaði það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×