NBA í nótt: Toppliðin töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 11:41 Tracy McGrady og Yao Ming gátu leyft sér að brosa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi. NBA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Topplið bæði Austur- og Vesturdeildarinnar, Boston Celtics og New Orleans Hornets, töpuðu sínum leikjum í NBA-deildinni í nótt. Boston tapaði sínum þriðja leik í röð og er það í fyrsta sinn sem það gerist á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Phoenix Suns, 85-77. Houston vann svo sinn ellefta sigur í röð er það lagði New Orleans, 100-80. Um leið bætti liðið félagsmet með því að vinna tíu útileiki í röð. „Við vildum senda skýr skilaboð," sagði Rick Adelman, þjálfari Houston. „Okkur finnst að við séum að spila jafnvel og hver annar í deildinni og við vildum sýna að við getum spilað gegn bestu liðum deildarinnar og unnið þau." Tracy McGrady var með 34 stig sem hann skoraði úr öllum mögulegum færum. Yao Ming var með 28 stig og fjórtán fráköst. Houston náði snemma forystunni snemma í leiknum og lét hana aldrei af hendi. New Orleans varð að sætta sig við sitt fyrsta tap í síðustu sex leikjum sínum. Þetta var fyrsti leikur New Orleans síðan að liðið fékk þá Bonzi Wells og Mike James frá einmitt Houston, sem hefur unnið báða leiki sína síðan að þeir fóru frá liðinu. Þeir gátu ekki tekið þátt í leiknum og þurftu því að horfa upp á gamla liðið sitt keyra yfir það nýja. New York vann Toronto, 103-99, þar sem Jamal Crawford skoraði 43 stig fyrir New York en Chris Bosh skoraði 23 stig fyrir gestina frá Kanada. Cleveland vann nauman sigur á Washington, 90-89, þökk sé tveimur vítaköstum frá LeBron James þegar 7,8 sekúndur voru til leiksloka. Cleveland gat þó aðeins notað átta leikmenn í leiknum en það dugði til á endaum. Detroit vann stórsigur á Milwaukee, 127-100, þar sem Chauncey Billups var með 21 stig og tólf stoðsendingar fyrir fyrrnefnda liðið. Orlando vann Philadelphia, 115-99. Hedu Turkoglu skoraði 31 stig og Dwight Howard 24 stig auk þess sem hann tók átján fráköst fyrir Orlando. Dallas vann Memphis á útivelli, 98-83. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig og Jason Kidd náði fimmtán stoðsendingum í leiknum. Indiana vann New Jersey, 113-103. Mike Dunleavy var með 34 stig fyrir Indiana sem vann sinn fyrsta sigur í fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago vann Denver, 135-121. Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago sem fór hreinlega á kostum í sókninni. Sacramento vann Charlotte, 116-115, í framlengdum leik. Brad Miller var með 22 stig og fjórtán fráköst fyrir Sacramento en Gerald Wallace lék ekki með Charlotte vegna meiðsla. Phoenix vann Boston, 85-77, sem fyrr segir. Amare Stoudemire var með 28 stig og Steve Nash bætti við átján stigum. Þetta var fyrsti sigur Phoenix síðan að Shaquille O'Neal kom til liðsins en hann skoraði fjögur stig í leiknum og tók fjórtán fráköst. LA Clippers vann Utah, 114-104, þar sem Al Thornton skoraði fjórtán af sínum 27 stigum í leiknum í fjórða leikhluta. Atlanta vann Golden State á útivelli, 117-110. Joe Johnson var með 27 stig fyrir Atlanta sem vann sinn fyrsta sigur í síðustu sjö leikjum sínum. Að síðustu vann Seattle góðan sigur á Portland, 99-87. Kevin Durant var með sautján stig en hvíldi svo allan fjórða leikhluta enda lét Seattle forystuna aldrei af hendi.
NBA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira