Lakers gengur betur þegar Bryant tekur færri skot 3. júní 2008 19:28 Lakers tapaði báðum leikjum sínum gegn Boston í deildarkeppninni í vetur, en báðir leikir fóru fram fyrir áramót NordcPhotos/GettyImages Kobe Bryant hjá LA Lakers verður að hafa hemil á sér í skotunum í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics ef marka má tölfræðina. Þetta kemur fram í ítarlegri töfræðiúttekt ESPN sem gerð var fyrir úrslitaeinvígið, en þar kemur fram að Lakers-liðið er mun líklegra til að vinna leiki ef Bryant tekur undir 20 skot í leik. Bryant er einn mesti skorari deildarinnar undanfarin ár og margir telja að vonir Lakers-liðsins í úrslitunum hangi á því hversu vel Bryant nær sér á strik gegn sterkri vörn Boston. Það þarf þó ekki endilega að vera ef tekið er mið af tölfræðiúttekt ESPN. Þannig leiddi könnunin í ljós að í þeim leikjum sem Bryant tók 20 skot eða meira í deildarkeppninni, vann Lakers-liðið sigur í 59% leikja sinna. Vann 26 og tapaði 18. Þegar hann tók hinsvegar 19 skot eða færri, vann Lakers-liðið tæplega 82% leikja sinna. Vann sigur í 31 leik og tapaði aðeins 7. Þegar tekið er mið af úrslitakeppninni eru niðurstöðurnar svipaðar - ef ekki enn meira afgerandi. Þegar Bryant hefur tekið 20 skot eða meira í úrslitakeppninni hefur Lakers unnið sex leiki og tapað þremur, en þegar hann tekur 19 skot eða færri - hefur Lakers unnið alla sex leiki sína og ekki tapað. Samkvæmt þessu er Lakers liðið 38% líklegra til að vinna leiki ef Bryant tekur ekki of mörg skot í leikjum liðsins. Sannarlega áhugaverð tölfræði. Úrslitaeinvígi Boston og Los Angeles hefst á fimmtudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verða allir leikir í einvíginu sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leiktímar í úrslitunum: fim. 5. júní, Boston-Lakers Sun. 8. júní, Boston-Lakers þri. 10. júní, Lakers-Boston fim. 12. júní, Lakers-Boston sun. 15. júní, Lakers-Boston* þri. 17. júní, Boston-Lakers* fim. 19. júní, Boston-Lakers* *- ef með þarf Allir leikir hefjast klukkan 01:00 NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Kobe Bryant hjá LA Lakers verður að hafa hemil á sér í skotunum í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics ef marka má tölfræðina. Þetta kemur fram í ítarlegri töfræðiúttekt ESPN sem gerð var fyrir úrslitaeinvígið, en þar kemur fram að Lakers-liðið er mun líklegra til að vinna leiki ef Bryant tekur undir 20 skot í leik. Bryant er einn mesti skorari deildarinnar undanfarin ár og margir telja að vonir Lakers-liðsins í úrslitunum hangi á því hversu vel Bryant nær sér á strik gegn sterkri vörn Boston. Það þarf þó ekki endilega að vera ef tekið er mið af tölfræðiúttekt ESPN. Þannig leiddi könnunin í ljós að í þeim leikjum sem Bryant tók 20 skot eða meira í deildarkeppninni, vann Lakers-liðið sigur í 59% leikja sinna. Vann 26 og tapaði 18. Þegar hann tók hinsvegar 19 skot eða færri, vann Lakers-liðið tæplega 82% leikja sinna. Vann sigur í 31 leik og tapaði aðeins 7. Þegar tekið er mið af úrslitakeppninni eru niðurstöðurnar svipaðar - ef ekki enn meira afgerandi. Þegar Bryant hefur tekið 20 skot eða meira í úrslitakeppninni hefur Lakers unnið sex leiki og tapað þremur, en þegar hann tekur 19 skot eða færri - hefur Lakers unnið alla sex leiki sína og ekki tapað. Samkvæmt þessu er Lakers liðið 38% líklegra til að vinna leiki ef Bryant tekur ekki of mörg skot í leikjum liðsins. Sannarlega áhugaverð tölfræði. Úrslitaeinvígi Boston og Los Angeles hefst á fimmtudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verða allir leikir í einvíginu sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leiktímar í úrslitunum: fim. 5. júní, Boston-Lakers Sun. 8. júní, Boston-Lakers þri. 10. júní, Lakers-Boston fim. 12. júní, Lakers-Boston sun. 15. júní, Lakers-Boston* þri. 17. júní, Boston-Lakers* fim. 19. júní, Boston-Lakers* *- ef með þarf Allir leikir hefjast klukkan 01:00
NBA Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira