Viðskipti erlent

Tæknivandamál hindra opnun norrænna kauphalla

Það verður fyrst á hádegi að norrænu kauphallirnar í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki mun opna. Ástæða eru tæknileg vandamál með viðskiptakerfið Saxess annan daginn í röð.

Í gær opnuðu þessar kauphallir ekki fyrr en klukkan 10 eða klukkan átta að okkar tíma. Nú er opnuninni frestað til hádegis eða klukkan 10 að okkar tíma. Sökum þessa hefur opnun íslensku kauphallarinnar verið frestað til kl. 11.30

Ekki er talið að þessi seinkum muni hafa áhrif á einstaka félög innan kauphallanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×