Viðskipti erlent

Baugur segir fjármögnun á félögum þess í Bretlandi vera örugga

Gunnar Sigurðsson forstjóri Baugs í Bretlandi segir að fjármögnun Baugs á verslunarkeðjum og félögum þess þar í landi sé örugg.

Þetta kemur fram í blaðinu The Times þar sem Gunnar sem leggur áherslu á að fjármögnun Baugs í Bretlandi komi frá alþjóðlegum bönkum en ekki Íslandi.

Vangaveltur hafa verið í Bretlandi um stöðu Baugs vegna þess sem verið hefur að gerast á Íslandi.

"Baugur vill að það komi skýrt fram að eignir félagsins séu í Bretlandi, á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum og því hafa þær ekkert að gera með ástandið í íslensku efnahagslífi," segir Gunnar.

"Á sama tíma er fjármögnun fyrir þessi félög örugg og í gegnum alþjóðlega banka sem Baugur hefur unnið með í langan tíma. Félögum okkar gengur áfram vel þótt markaðsaðstæður séu erfiðar. Fyrir Baug er þetta viðskipti eins og venjulega."

Times segir að talið hafi verið að nokkrar af verslunarkeðjum Baugs í Bretlandi hafi fengið lán hjá Glitni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×