Viðskipti erlent

Hlutabréf í Asíu falla í fyrsta sinn á fjórum dögum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu í morgun féllu í fyrsta sinn á síðustu fjórum dögum.

Það voru einkum hlutir í bönkum og bílaframleiðendum sem áttu slæman dag vegna ótta manna um að lánsfjárkreppunni í heiminum sé ekki lokið.

Nikkei-vístitalan í Japan féll um 1,5% og í öðrum kauphöllum álfunnar var lækkunin á bilinu 1% til 1,2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×