Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan 2. janúar 2008 10:56 Benazir Bhutto, fyrrum leiðtogi Þjóðarflokksins í Pakistan. Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Óvissuástand ríkir nú í Pakistan um hvort og hvenær kosningar verði haldnar, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial, sem bætir við að ástandið hafi smitað út frá sér til hlutabréfamarkaðarins. Upphaflega stóð til að boða til kosninga 8. janúar næstkomandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í málið um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Gengi aðalvísitölunnar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan féll um 2,3 prósent við lokun markaðar þar í landi í dag. Á mánudag var fyrsti viðskiptadagurinn eftir morðið á Bhutto og féll vísitalan við það um 4,76 prósent og aftur um 2,9 prósent í gær. Morðið hafði sömuleiðis áhrif langt út fyrir landsteina en fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum segja það hafa dregið vísitölur þar í landi niður.Fréttaveitan hefur eftir Shoaib Memon, forstjóra kauphallarinnar, að óvíst sé hvenær endir verði bundinn á óróleikann og geti allt eins verið að markaðir falli enn á ný verði neyðarlög sett í landinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Óvissuástand ríkir nú í Pakistan um hvort og hvenær kosningar verði haldnar, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial, sem bætir við að ástandið hafi smitað út frá sér til hlutabréfamarkaðarins. Upphaflega stóð til að boða til kosninga 8. janúar næstkomandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í málið um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Gengi aðalvísitölunnar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan féll um 2,3 prósent við lokun markaðar þar í landi í dag. Á mánudag var fyrsti viðskiptadagurinn eftir morðið á Bhutto og féll vísitalan við það um 4,76 prósent og aftur um 2,9 prósent í gær. Morðið hafði sömuleiðis áhrif langt út fyrir landsteina en fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum segja það hafa dregið vísitölur þar í landi niður.Fréttaveitan hefur eftir Shoaib Memon, forstjóra kauphallarinnar, að óvíst sé hvenær endir verði bundinn á óróleikann og geti allt eins verið að markaðir falli enn á ný verði neyðarlög sett í landinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira