Viðskipti innlent

Man ekki eftir öðrum eins viðbrögðum

Gunnar Már Sigurfinnsson
Gunnar Már Sigurfinnsson

„Alls 20 þúsund sæti sem frátekin voru í vélum Icelandair fyrir tilboð til

félaga í Vildarklúbbnum seldust upp í dag. Tilboðið hófst í gærmorgun og

átti að standa yfir í þrjá daga. Síðdegis í dag höfðu hinsvegar sætin selst

upp," þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

"Ég minnist þess ekki að hafa fengið önnur eins viðbrögð við tilboði og

nú," segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair.

"Við tókum að þessu sinni frá 20 þúsund sæti í flugi okkar til og frá landinu og buðum félögum í Vildarklúbbnum á góðum kjörum, eða með 50% punktaafslætti. Salan á þessu tilboði átti að standa í þrjá sólarhringa, en fór langt fram úr væntingum okkar og síðdegis í dag voru

sætin uppseld. Þetta er mesti bókunarhraði sem við höfum nokkurntíma séð hér á landi," segir Gunnar Már.

Vegna þessa mikla fjölda bókana má búast við töfum í útgáfu ferðagagna og eru viðskiptavinir af þeim sökum beðnir að sýna biðlund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×