Viðskipti erlent

Storebrand fær skell í kauphöllinni í Osló vegna Íslands

Hlutabréf í líftryggingarfélaginu Storebrand í Noregi hafa hrapað í kauphöllinni í Osló í dag vegna ástandsins á Íslandi. Kaupþing og Exista eru meðal stærstu eigenda Storebrand með um 25% hlut.

Og það eru einmitt áhyggjur manna af því hvort Kaupþing og Exista muni selja hluti sína sem valda því að Storebrand fellur í verði. Bara í dag hafa hlutabréfin fallið um 14% og á síðasta mánuði hefur verðmæti þeirra rýrnað um 40%.

Í frétt á vefsíðunni E24.no er rætt við Nils Christian Qyen hjá greiningardeild First Securitas um málið. Hann segir að ástandið á Íslandi sé að mestu það sem valdi falli á hlutabréfunum í Storebrand.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×