Viðskipti erlent

Spurningar vakna í Bretlandi um framtíð Baugsfyritækja þar

Spurningar hafa vaknað í Bretlandi um framtíð Baugsfyrirtækja þar. Um er að ræða nokkur af þekktustu verslunum landsins eins og Hamleys, Karen Millen og House of Fraser.

Fjallað er um málið í blaðinu Times og þar segir að menn óttist að einhver af þessum fyrirtækjum verði sett á "brunaútsölu" eins og það er orðað.

Einn þeirra sérfræðinga sem Times ræðir við segir að þróun mála gæti leitt af sér dómínó-áhrif í Bretlandi. "Við vitum ekki hvort þetta verði bundið við Íslandi eða hafi áhrif hér," segir hann.

Áhyggjur þessar eru vegna greiðslustöðvunarinnar hjá Stoðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×