Viðskipti erlent

Stjórn Nyhedsavisen sektuð vegna ársreiknings

Hver meðlimur stjórnar Nyhedsavisen þarf í dag að borga rúmlega 32 þúsund kr. sekt þar sem ársreikningur útgáfunnar var ekki lagður fram í gærdag. Ef reikningurirnn er ekki kominn í hús fyrir 1. ágúst hækkar sektin um 50%.

Flestir stærstu fjölmiðlar í Danmörku fjalla um vandræðin hjá Nyhedsavisen í dag en í gær rann út fresturinn sem útgáfan hafði til að skila inn ársreikningi sínum. Morten Lund meirihlutaeigandi útgáfunnar hefur sagt að von sé á tilkynningu frá honum í dag um aðkomu nýrra fjárfesta að útgáfunni.

Samkvæmt frétt í Berlinske í dag er sagt að tap íslensku eigenda útgáfunnar frá upphafi sé yfir 700 milljónir dkr. eða sem svarar til um 12 milljarða kr..

Jafnframt kemur fram að til að halda útgáfunni gangandi fram að áramótum þurfi minnst rúmlega milljarð kr. frá nýjum fjárfestum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×