Erlent

Tala látinna í jarðskjálftanum í Kína nálgast 20.000

Vonir dvína nú hratt um að fleiri finnist á lífi í rústunum eftir jarðskjálftann mikla í Kína í upphafi vikunnar. Tala látinna er nú að nálgast 20.000 manns og samtals hafa 4,3 milljónir heimila eyðilagst.

Kínversk stjórnvöld segja nú að tala látinna gæti farið í 50.000 manns þegar öll kurl eru komin til grafar.

Aðstæður eru sérstaklega átakanlegar fyrir utan þá átta skóla sem hrundu í jarðskjálftanum. Þar bíður fjöldi grátandi foreldra í þeirri von að börn þeirra séu enn á lífi.

Kínversk stjórnvöld hafa nú gefið leyfi til þess að sveit sérfræðinga frá Japan aðstoði við björgunarstörf en Japanir hafa langa reynslu í að fást við eftirköst öflugra jarðskjálfta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×