Erlent

Rúta með hermönnum sprengd í Líbanon

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá vettvangi sprengingarinnar í ágúst.
Frá vettvangi sprengingarinnar í ágúst. MYND/Getty

Að minnsta kosti þrír eru látnir og 30 særðir eftir að rúta sem flutti líbanska hermenn var sprengd í loft upp er hún ók inn í borgina Trípólí í Líbanon í morgun.

Sprengjunni hafði verið komið fyrir í vegkanti og sprakk hún þegar rútan ók hjá. Þetta er í annað skiptið á tveimur mánuðum sem hópferðabifreið er sprengd í loft upp í Trípólí en 12 létust þegar strætisvagn var sprengdur í miðborg Trípólí í ágúst. Meðal þeirra látnu voru níu hermenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×