Handbolti

Reynir ráðinn til Fylkis

Elvar Geir Magnússon skrifar

Reynir Þór Reynisson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis í N1-deild kvenna. Vefsíðan handbolti.is greinir frá þessu.

Hann tekur við af Aðalsteini Eyjólfssyni sem á dögunum hélt til Þýskalands til að þjálfa í 3 efstu deild í karlaboltanum. Ómar Örn Jónsson mun stýra liðinu fram að áramótum en fyrsti leikur þess undir stjórn Reynis verður gegn Gróttu 10. janúar.

Reynir hefur áður þjálfað hjá Víkingi en hann gerði garðinn frægan sem markvörður á sínum tíma. Fylkir situr í neðsta sæti N1-deildar kvenna og því ljóst að erfitt verkefni bíður Reynis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×