Viðskipti innlent

Gengið lækkar í Evrópu

Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í morgun, annan daginn í röð. Fjármálafyrirtæki leiddu lækkanir en lækkunin er rakin til uppgjörs bandaríska tryggingafélagsins AIG sem tapaði tæpum átta milljörðum bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi.

Evrópskir bílaframleiðendur lækkuðu líka í morgun og er það rakið til afkomuviðvörunar hjá Toyota, sem gerir ráð fyrir minnkandi hagnaði hjá fyrirtækinu. Er það í fyrsta sinn í sjö ár sem Toyota skilar minni hagnaði en árið á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×