Viðskipti erlent

Nokkur tilboð bárust í þrotabú Sterling

Nokkur kauptilboð bárust í þrotabú Sterling flugfélagsins í Danmörku en frestur til að skila inn tilboðunum rann út á miðnætti í gærkvöldi. Að sögn eins skiptastjórans er um fjársterka aðila að ræða.

Skiptastjórn er í höndum lögmanna frá lögmannsstofunni Kromann Reumert. Samkvæmt tilkynningu frá þeim munu samningar við þá sem gerðu tilboð hefjast í dag og reikna þeir með að þrotabúið komist í nýja eigu fyrir helgina.

Samhliða þessu munu allir starfsmennn Sterling í Danmörku fá greidd laun sín fyrir október hjá Ábyrgðasjóði launa. Um er að ræða 745 starfsmenn og nema greiðslurnar 21 milljón danskra kr.

Starfsmenn Sterling í Noregi og Svíþjóð þurfa að bíða enn eftir sínum launum en þeir eru 295 talsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×