Erlent

Ike nálgast Texas óðfluga

Elliheimili eru meðal þess sem rýmt hefur verið fyrir komu Ikes til Texas.
Elliheimili eru meðal þess sem rýmt hefur verið fyrir komu Ikes til Texas. MYND/AP

Öruggur dauðdagi bíður íbúa sumra strandsvæða Texas-ríkis hlýði þeir ekki fyrirmælum yfirvalda um að hafa sig á brott áður en fellibylurinn Ike skellur á ströndinni um helgina.

Þetta segja talsmenn alríkisfréttastofu Bandaríkjanna sem gaf út lokaviðvörun í gær. Þar kom fram að ölduhæð við Galveston-flóa geti orðið á áttunda metra og ekki sé útilokað að sjávarborð taki að hækka þegar á föstudagsmorgun, það er í dag, en nú er miðnætti í Texas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×