Viðskipti erlent

Nokkrir hafa sýnt áhuga á að kaupa Sterling um helgina

Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga yfir helgina að kaupa þrotabú Sterling flugfélagsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum í búið rennur út á miðnætti á morgun, mánudag.

Lisa Bo Larsen lögmaður hjá Kroman Reumert er einn af skiptastjórum þrotabúsins. Hún segir í samtali við börsen.dk að nokkrir áhugasamir kaupendur hafi haft samband. "Nú fer hver að verða síðastur," segir Lisa.

Fram kemur í máli Lisu að það sé afgerandi fyrir þrotabúið að rekstur flugfélagsins komist á lappirnar sem fyrst.

Starfsmenn Sterling munu fá laun sín greidd á næstu dögum. Ábyrgðarsjóður launa í Danmörku hefur ákveðið að stytta frestinn til útborgunar launa við gjaldþrot þannig að mál starfsmannanna verða afgreidd frá og með morgundeginum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×